Gunnar sannfræðingur

Punktar

Íslendingar verja hlutfallslega mestu fé til heilbrigðismála af OECD-ríkjum, segir Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri í grein í Mogganum í gær. Það er rangt, Bandaríkin eru í OECD og verja hærra hlutfalli. Röng fræði Gunnars er grunnforsenda hans fyrir sex tillögum hans í þessum málaflokki. Af því að sjálf forsenda hans er röng, þá eru tillögurnar líka rangar. Við færum heilbrigðismál okkar ekki í betri farveg með því að færa þau nær Bandaríkjunum. Þar er mestu fé sóað með minnstum árangri. Vandi kerfisins hér er mikill, en Gunnar lýsir honum kolrangt.