Gunnar Bragi úti á túni

Punktar

Samninginn um IceSave gerði samninganefnd Alþingis með aðild fulltrúa stjórnarandstöðunnar, Lárusar Blöndal. Niðurstaðan er með samþykki Ragnars Hall, sem málefnalegast gagnrýndi fyrri samning. Undanfarið hafa Lárus og Ragnar útskýrt samninginn. Sjálfstæðisflokkurinn fellst á útkomuna, þótt þjóðrembingar flokksins geri það ekki. Framsókn tekur hins vegar ekki mark á fulltrúa sínum. Hefur allt á hornum sér. Gunnar Bragi Sveinsson kvartar um, að samninganefndin sé almannatengla- og kynningarnefnd fyrir ríkisstjórnina. Sigmundur Davíð hefur gert Framsókn að gersamlega ábyrgðarlausum lýðskrumsflokki.