Í morgun voru sagðar hnitmiðaðar setningar á fésbók. Þær björguðu deginum hjá mér. Þórður Björn Sigurðsson segir: “Birtingarform pilsfaldakapítalisma: Fyrirkomulags, þar sem áhættan hefur verið fjarlægð úr rekstrarmódelinu, því ef allt fer á versta veg, kemur ríkið til bjargar.” Magga Rósa: “Einkavæðing gróðans og þjóðnýting tapsins er á ábyrgð stjórnmálamanna. Þess vegna þarf að skipta þeim út fyrir nýja.” Fyrstu verðlaun fær þó Kristján Þorvaldsson: “Gaman að sjá hvað Árni Páll hefur fengið snöggan skilning á efnahagsmálum við það eitt að vera ekki lengur ráðherra.” Þannig er Árni Páll fullræddur.
