Gullið meðalverð á áfengi

Punktar

Að svo miklu leyti sem svartur markaður þrífst í áfengi, á ríkið að lækka verðið. Ríkið þarf að sjá um, að neðanjarðarhagkerfi blómstri ekki, þar á meðal í áfengi og bjór. Að svo miklu leyti sem hægt er að hafa verðið hér hærra en erlendis á það að vera hátt. Hlutverk ríkisins er að finna gullna meðalveginn. Sennilega er verð á áfengi óþarflega hátt núna. Sama hugsun og þessi á að gilda um fíkniefnin. Ríkið á að selja þau, hafa verðið nógu hátt til að fæla frá, en ekki svo hátt, að svartur markaður þrífist. Höfuðatriði málsins er, að hér þrífist ekki svart þjóðfélag með eigin lögum og reglu.