Gullfiskaminni fjölmiðla

Fjölmiðlun

Árið 2006 sagði OECD, alþjóða þróunarstofnunin, í skýrslu um Ísland: “Þessi frjálshyggjustefna hefur sýnt undraverðan árangur og skal haldið áfram” … “Bankarnir eiga að þola stór högg.” … “Eftirlit með fjármálmörkuðum hefur verið aflétt”. Það sem OECD hrósaði mest, hefur valdið mestum hörmungum. Robert Ford er kominn frá OECD til Íslands að kynna nýjasta bullið. Hann segir: “Ég geri ráð fyrir, að við höfum fyrir þremur árum verið fylgjandi frjálshyggjuvæðingu, og erum enn.” Alger afneitun alkóhólista. Nokkuð seint er fyrir íslenzka fjölmiðla að gapa upp á fíflið og tala um það sem spámann.