Guðfinna skaðar Ísland

Punktar

Guðfinna S. Bjarnadóttir greiddi furðulega atkvæði á fundi Evrópuráðsins. Hún greiddi atkvæði gegn ályktun, sem varaði við kennslu í sköpunarhyggju. Eins og flestir vita er þróunarkenningin almennt viðurkennd sem grundvöllur vestrænna vísinda. Sköpunarhyggja er hins vegar sértrú róttækra trúarhópa í nokkrum miðríkjum Bandaríkjanna. Miklu máli skiptir, að söfnuðir innleiði hana ekki í Evrópu. En Guðfinna studdi trúarofstækið í þessu máli. Ef henni er illa við þróunarkenninguna og raunvísindi almennt, hefði verið betra fyrir hana að sitja hjá. Fremur en að gera Ísland að umtalsefni erlendis.