Guð er ekki í Evrópu

Punktar

Nick Clegg, nýr formaður Frjálslynda flokksins í Bretlandi, sagði í viðtali við BBC, að hann tryði ekki á guð. Fáum þótti það í frásögur færandi. Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra, sagðist nýlega ekki hafa þorað á valdastóli að játa kaþólska trú sína. Í Bretlandi eins og í Evrópu þykir óviðeigandi, að stjórnmálamaður sé ofstækismaður í trúmálum. Og viðeigandi, að hann sé trúlaus með öllu. Í Bandaríkjunum þorir hins vegar enginn stjórnmálamaður að játa sig trúlausan. Og flestir forsetaframbjóðendur hampa trúarofsa sínum, einnig demókratarnir. Fátt er líkt með Evrópu og Bandaríkjunum.