Guð er ekki í bókum

Punktar

Helgar bækur hafa valdið mannkyninu miklum þjáningum. Skrifaður texti verður hættuleg forskrift hundruðum eða þúsundum ára síðar. Einkum þegar fjölmennar sveitir klerka reyna að túlka ritninguna inn í nútíma. Þá er voðinn vís, núna síðast með kóraninn. Gamla testamentið er litlu skárra og þá einnig Rigveda, Torah, Hávamál og hvað þær heita allar þessar helgu þulur og bækur. Fullar af ofbeldi, kvenhatri, barnaníði, nefnið það bara. Karlrembdir eyðimerkurkarlar, sem lifðu fyrir meira en þúsund árum, geta ekki sagt okkur, hvernig við eigum að haga okkur núna. Ekki heldur þeir, sem fabúlera út frá fornum biblíuversum.