Guð blessi Ísland

Punktar

Fimm ára afmæli hrunsins minnir á tvo helztu gerendurna, ruglaða tvíeykið á Lækjartorgi og Arnarhóli. Geir og Davíð kunnu ekki til verka og margfölduðu bankatjónið. Verst var að sóa gjaldeyri Seðlabankans í gjaldþrota bankabófa og ábyrgjast innistæður auðgreifa umfram viðurkennt hámark. Við verðum lengi að bíta úr þeirri nálinni. Steingrímur hafði meira vit í kollinum, tókst að halda sjó í fjögur óveðursár. Samt vofir snjóhengjan, krónan ekki gjaldgeng og verður ekki. Einkunnarorð hrunsins verða ætíð þrjú: “Guð blessi Ísland”. Verndi oss fyrir óstjórn pólitíkusa og fávísi kjósenda silfurskeiðunganna.