Guð blessi Bandaríkin

Punktar

Samkvæmt kveðjuorðum Geirs H. Haarde mun hann í Washington gráta á öxlum manna yfir vonzku íslenzka vargsins. Þar getur hann í ró haldið áfram að reka mál sín gegn íslenzka ríkinu, sem tók af honum æruna. Eini pólitíkusinn, sem hefur fengið dóm fyrir heimsku og vangetu. Í aðdraganda hrunsins hraut hann fast og hrökk stöku sinnum upp til að hringja í Davíð og fá línuna. Allt verk hans á þessum tíma var andstætt „verkferlum“, svo notað sé ljúflegt orðalag Sigmundar Davíðs. Geir og Davíð keyrðu saman og prívat Ísland til andskotans. Og Geiri glæpur er svo verðlaunaður með hanastélum í Washington. Guð blessi Bandaríkin.