Guð almáttugur með kúlulán

Punktar

Skúbb ársins er neðst á forsíðu DV í dag: “Lögfræðingurinn, sem úrskurðaði um niðurfellingu ábyrgða var sjálfur með 450 milljóna kúlulán.” Lengra getur spillingin ekki náð, meiri getur vanhæfnin ekki orðið. Mánuðum saman hafa menn vitnað í lögmanninn eins og guð almáttugan. Sér er nú hver guð. Gylfi Magnússon vísaði til hans eins og til Hæstaréttar, er enn einu sinni orðinn að fífli. Lögmaður Kaupþings var að úrskurða um sjálfan sig, svo einfalt er það. Hann er enn lögmaður bankans, svo botnlaust er siðleysið. Því meira sem hlutirnir breytast, þeim mun meira eru þeir eins og þeir hafa alltaf verið.