Gríska klabbið

Punktar

Gríski vandinn er margþættur. Grískir greifar og þjóðin studdu svínaríið, sem brenndi lánsfé frá Evrópu á vegum Evrópusambandsins. Auðvitað náðu greifarnir í 95% gróðans. Þegar svo átti að herða sultarólina, svikust allir undan merkjum. Fátt var framkvæmt af því, sem Evrópusambandinu var lofað. Ennfremur neita lánveitendur að viðurkenna, að þeir beri ábyrgð á sjúkum lánum til Grikklands. Því er málið í steik. Núna frestar stjórn Grikklands að efna nýjustu loforðin við útlandið. Sumpart stafar það af, að ekki er hægt að efna þau. Grikkland er nefnilega ekki sjálfbært. Samt tregðast bankarnir enn við að afskrifa klabbið.