Sjónvarpsstöð gerir grín að tólf persónum, sem þjást af offitu. Beitt verður hefðbundnum sjónvarpslátum. Frægðarfólk segir „eru ekki allir hressir í dag, samtaka nú“. Þetta er tólf sinnum verra en Gaui litli á sínum tíma. Svona megrun með hópefli og sviðsljósi er gamalkunn. Leiðir til skammtímaárangurs. Sum fórnardýrin munu léttast mikið á skömmum tíma, sem er svo ávísun á tapað stríð. Eftir einn mánuð eða ár mun offitan síga hratt á ógæfuhliðina, verður verri en fyrrum. Fáar megrunarleiðir hafa langtímaáhrif eins og ég bendi á í fyrirlestrum mínum á vefnum um megrun. Leið sviðsljóssins er versta leiðin.
