Grikkir spiluðu frítt

Punktar

Grikkir hafa frá upphafi spilað frítt í Evrópusambandinu. Ríkissjóður lifði á lánum, sem fengust út á væntingar um evrópska ábyrgð á skuldum Grikklands. Ríkið notaði peningana til að raða grísum við trogið. Til að gefa óþörfum kontóristum sínum alls kyns fríðindi, svo sem ellilaun við 55 ár aldur. Til að forða hátekjumönnum undan skatti. Evrópusambandinu voru sendar falsaðar skýrslur um þjóðarhag og ríkishag. Harðast í því gekk fram hægri Karamanlis-ættin, en vinstri Papandreou-ættin tók líka þátt. Grikkland er nú komið á hausinn og þýzkir kjósendur tregðast auðvitað við að borga einstætt sukkið.