Greidd viðtöl eru nýjung

Punktar

Karl Th. Birgisson rekur dæmi úr DV í marz 1998 um, að í aukablaði um vélar og tæki hafi birzt viðtöl við sömu aðila og auglýstu í blaðinu. Getur þess ekki, að viðtöl voru birt við hagsmunaaðila án þess að þeir auglýstu, Né að hagsmunaaðilar auglýstu án þess að birt væru viðtöl við þá. Viðtölin voru ekki greidd. Þegar blaðamenn fjalla um sérmál atvinnugreina, er líklegt, að sumir hagsmunaaðilar komi þar við sögu. Þarf ekki að þýða, að viðtölin séu greidd. Viðmælendur Fréttablaðsins telja enda tilboð blaðsins um seld viðtöl fela í sér nýjung. Af gömlu hatri á DV reynir Karl að slá ódýrar keilur.