Grátur svindlaranna

Punktar

Ótrúlegur er sætafjöldi banka, sem tóku að sér að smygla sparifé fólks yfir í alvörupeninga. Fimmtíu missa vinnu í einum banka, tvöhundruð í öðrum. Alls fór milljarður á mánuði í kaupgreiðslur fyrir að taka tíund af sparifé fólks í rekstrarkostnað, margfaldan kostnað lífeyrissjóða. Þetta var feitur biti. Bankarnir brutu einfaldlega gjaldeyrislög. Stjórnendur þeirra væla eins og stungnir grísir, þegar Seðlabankinn hyggst koma skikki á glæpinn. Þúsundir fórnuðu fé, gróðafíknir Íslendingar jafnan fundvísir á lögbrot. Merk er aðild Sjónvarpsins, sem tvö kvöld í röð skrúfaði frá krana einhliða grátfrétta um illa meðferð á svindlurum.