Grátið að ástæðulausu

Punktar

Gjaldþrot eru ótrúlega fá. Fyrstu fimm mánuði ársins eru þau aðeins 37% fleiri en þau voru á sama tíma í fyrra. Í maí varð raunar fækkun gjaldþrota milli ára. Flest eru gjaldþrotin í byggingum. Við því er að búast, í þeim bransa hafa smáfyrirtæki jafnan risið og hnigið eftir aðstæðum. Tölurnar um gjaldþrot sýna ekki óeðlilegt ástand. Fullyrðingar um, að atvinnulífið sé að sporðreisast, styðjast ekki við nein gögn. Ástandið er ekki gott, en það er lítið verra en það var fyrir hrun. Látum ekki villast af hagsmunaaðilum, svo sem Viðskiptaráði og Samtökum atvinnulífsins, sem hafa atvinnu af að gráta.