Grasistar og njólistar

Punktar

Til skamms tíma vildi fólk hafa gras á flötum og blóm í beðum. Þá voru menn grasistar. Svo kom Hrafn Gunnlaugsson og vildi gjarna hafa villigróður í staðinn fyrir gras á flötum. Hann er spámaður og fylgismenn hans kallast njólistar. Þeir spanna pólitíska litrófið frá hægri Hrafni yfir til vinstri Marðar Árnasonar. Í sumar breyttist vægi þessara mega-pólitísku skoðana. Ýmsar graseyjar á vegum Reykjavíkurborgar voru ekki lengur slegnar. Borgin þokaðist úr flokki grasista yfir í flokk njólista. Segið svo, að Bezta flokksins gæti ekki í tilverunni. Komið er úrvals deiluefni í gúrkutíðinni.