Grái listi Benedikts

Punktar

Eftir kosningarnar birti Jæja-hópurinn myndskeið um tíu grá atriði úr lífshlaupi Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar. Jæja hafði áður skipulagt nokkra útifundi á Austurvelli til að mótmæla verkum stjórnvalda. Benedikt tók gráa listanum ekki blíðlega og andmælti tveimur eða þremur atriðum hans. Ekki hefur þó verið gerð tilraun til að vefengja hin atriðin. Jæja-fólkið hefur síðan hafnað andmælum Benedikts og félaga hans. Þetta er fróðlegur listi, sem kemur illa út fyrir Benedikt og Viðreisn. Athyglisvert er þó, að Jæja birti ekki listann fyrr en að kosningum loknum. Birtingin hafði því ekki áhrif á kosningahegðun kjósenda.