Græna íhaldið

Punktar

Á leið brezkra krata yfir á róttæka hægri kantinn í pólitík hefur myndazt tómarúm vinstra megin við flokkinn. Nú hefur Íhaldsflokkurinn með nýjum formanni, David Cameron, hlaupið í tómarúmið sem grænn umhverfisflokkur. Meðan Tony Blair flaðrar upp um geðveika ráðamenn Bandaríkjanna og tekur fríin út með bóndafangaranum Berlusconi á Ítalíu, er íhaldið að koma sér fyrir, þar sem brezkur almenningur er í pólitík. Líklega á mikið vatn eftir að renna um túrbínur áður en íslenzki íhaldsflokkurinn gerist grænn til að gleðja kjósendur.