Græðgiskarlar látnir borga skatta

Punktar

Fjöldi loftbólukarla verður látinn greiða 35% launatekjuskatt í stað 10% fjármagnstekjuskatts. Geta ekki lengur svindlað með hlutabréfakaupum á sérkjörum. Ríkisskattstjóri endurleggur skatta á höfðingjana. Við það fær ríkið milljarða. Launatekjuskattur er 35%, en fjármagnstekjuskattur var 10%, verður 15%. Þrátt fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts er hann enn innan við helmingur af launatekjuskatti. Er arfleifð græðgistímans. Fólk er talið eiga skilið að borga helmingi meiri skatt en græðgiskarlar. Ég hef alltaf borgað margfalt meira skatta en Björgólfur Thor Björgólfsson með sitt vinnukonuútsvar.