Græðgin er ýkt

Ferðir

Talið um græðgi í ferðabransanum er ýkt, ekki stutt frásögnum túrista. Oftast er talað vel um íslenzka verta í hótelum, matarhúsum og ferðaþjónustu. Fólki finnst gisting og matur að vísu dýr, en þá á sama hátt og sum lönd eru talin dýrari en önnur. Túristar skilgreina það ekki sem græðgi, bara merki um lífskjör á staðnum. Örfáir vekja athygli fyrir græðgi, til dæmis landeigendur við Geysi, en þeir eru ekki taldir dæmigerðir. Græðgi í ferðabransanum lýsir sér ekki í umgengni við túrista, fremur í svikum undan vaski. Ferðabransinn í heild á auðvelt með að umgangast fólk og á að geta staðið undir góðum launum.