Græðgi landeigenda

Punktar

Frá upphafi laga og réttar á Íslandi hefur eignaréttur á landi verið tempraður. Kemur fram í fyrstu lögum á þjóðveldistíma og er í gildi enn þann dag í dag. Gert er ráð fyrir, að farið sé bil beggja í rétti landeigenda og hinna, sem vilja fara um landið. Landeigendum er óheimilt að hindra ferðir fólks um landið eða setja þar upp tollstöðvar. Sett eru takmörk við girðingum og skurðum, sem hindra ferðir fólks. Þessi lög eru nákvæm og hafa gefizt vel í þúsund ár. En nú hafa landeigendur sameinazt í græðgi í samræmi við hugmyndafræði græðgishyggju. Vilja afnema svigrúm ferðafólks í stjórnarskránni um ferðalög um landið þitt.