Græðgi er ekki góð

Punktar

Með degi hverjum fjölgar þeim, sem telja græðgi ekki vera góða. Margir sætta sig við ríkisstjórnina af gömlum vana. Lítill kraftur er samt í mörgum þess háttar stuðningi. Hugmyndafræði einkavæðingar og einkavinavæðingar þekkist varla hjá ungu fólki utan tiltölulega fámenns Heimdallar. Slagorðið um frelsi missir hljómgrunn, þegar í ljós kemur, að það snýst um frelsi fyrirtækja og tudda í þjóðfélaginu. Baráttumenn einkavæðingar og einkavinavæðingar hafa engan áhuga á frelsi fátækra. Stóriðjuást og náttúruhatur er einnig á undanhaldi. Þungavigtin í þjóðfélaginu flýr hin illu öfl og hafnar því, að græðgi sé góð.