Fimm prósent þjóðarinnar eru nýbúar. Ef marka má reynslu nágrannaríkjanna verða nýbúar orðnir hér fimmti hver maður eftir nokkur ár og vandamálin orðin óleysanleg. Upp mun rísa flokkur þjóðernissinna með 20-25% fylgi. Við sjáum forskriftina allt í kringum okkur, en fljótum samt sofandi að feigðarósi. Ríkisstjórnin er meðvitundarlaus og virðist staðráðin í að endurtaka nákvæmlega öll mistök annarra ríkja, sem lentu fyrr í þessari sprengingu. Ef ráðherrar ætla að búa hér til fjölmenningu í stað götuóeirða að hætti Parísar verða þeir að vakna umsvifalaust.
