Rangt er að segja fjölmiðla upptekna af fjölmiðlum. Svo sjálfhverfir eru þeir ekki. Umræðan um breytingar á þeim er utan fjölmiðla, á vefsvæðum manna, sem hafa um tíðina tengst fjölmiðlum. Þeir hafa birt skemmtilegar fréttir og furðu skjótar. Rétt var hermt, að ég hafi verið í kaffi með SME í Iðu, aðeins tveimur tímum eftir að við vorum þar. Það var vel af sér vikið. Við SME tölum oft saman, enda er gaman að tala við hann. Talið berst auðvitað að ráðagerðum hans, enda er hann fullur af góðum hugmyndum. Ég reyni að gefa honum góð ráð. En slík gef ég raunar öllum, sem hafa vilja.
