Gott matarverð í London

Ferðir, Veitingar

Leiðsögubækur Michelin eru mest gefnar fyrir flottan og dýran mat. Samt eru þær þó farnar að gefa prik fyrir hagstætt verð. Michelin-broskarlinn er fín viðbót við þær ágætu bækur. Í London eru um tuttugu matstaðir með úrvalsmat á lágu verði. Flestir eru í úthverfunum, en nokkrir eru niðri í bæ, í Soho og Covent Garden. Það eru OPERA TAVERN við 23 Catherine Street, GREAT QUEEN STREET, nr.32 við samnefnda götu, POLPO COVENT GARDEN við 6 Maiden Lane, TERROIRS við 5 William IV Street, GREEN MAN & FRENCH HORN við 54 St Martin’s Lane og KOYA við 49 Frith Street. Hádegismatur yfirleitt á 3000-4000 krónur.