Gott fólk án stefnu

Punktar

Hef enga hugmynd um stefnu Bjartrar framtíðar, þótt ég hafi reynt að kynna mér hana. Notaleg yfirlýsing um græna, yfirvegaða, skynsama og skemmtilega stefnu ruglar mig bara. Hins vegar er það ekki stóra málið, enda hefur Björt framtíð langmest fylgi nýju flokkanna. Ræðst að einhverju leyti af trausti á Guðmundi Steingrímssyni. Hann virkaði sér á parti yfirvegaður, þegar hann var innan um æðikollana í Framsókn. Margir, sem hafna fjórflokknum, eru ekki að leita að fleiri stefnum. Þeir vilja fólk með mannasiði og velvilja. Því er ekki til að dreifa hjá götustrákum Alþingis, sem eru samsafn ónytjunga.