Gott er að hækka skatta

Punktar

Gott svigrúm er til að hækka skatta á fyrirtæki. Eru nú þeir næstlægstu í Evrópu á eftir Írlandi. Samkvæmt tölum OECD eru þeir 40% í Bandaríkjunum og 18% hér á landi, gífurlegur munur. Fyrirtæki munu ekki flýja land, þótt þessir skattar hækki í 25%. Sama er að segja um fjármagnstekjuskatt. Er nú lágur hér á landi, bæði í samanburði við önnur lönd og við launatekjuskatt. Hækkun úr 18% í 20% er sjálfsögð. Ríkir karlar munu ekki flýja land út af því. Tillaga Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um jöfnun virðisaukaskatts er líka skynsamleg. En háskattar á 375 þúsund króna miðlungstekjur eru óráðlegir.