Gott er að gúgla

Fjölmiðlun

Flestir nota Google til að leita, enda er nýyrðið að gúgla notað um alla leit á vefnum. Google er samt að ýmsu leyti hættulegt fyrirtæki, er til dæmis í nánum tengslum við leyniþjónustur Bandaríkjanna. Spurning er, hvort það hafi áhrif á gildi leitarvélarinnar. Nota Google-leit mikið, hef ekkert við hana að athuga. Hún vísar yfirleitt efst í Wikipedia, sem reynist traust heimild. Síðan vísar Google í þekktar heimildir, sem flestar eru sæmilega áreiðanlegar. Notandinn verður að vísu að þekkja heimildirnar og gera sér grein fyrir misjöfnu gildi þeirra. Ég verð ekki var við annarleg sjónarmið við röð heimilda hjá Google.