Götótt fréttamennska

Fjölmiðlun

Meira en áður er um, að fréttir skilji eftir augljósar spurningar. Sagt er, að umhverfisráðherra hafi skipað nýjan ráðuneytisstjóra. Ekki er spurt, hvort staðan hafi verið auglýst eða hvers vegna ekki. Mundi bara kosta eitt símtal. Sagt er, að þrír þingmenn af 63 hafni skattasniðgöngu út af kostnaði án fylgiskjala. Ekki er spurt, hverjir hinir þrír heiðarlegu séu. Mundi bara kosta eitt símtal. Fréttir af rugli bæjarstjórans í Hafnarfirði skilja eftir ótal spurningar og sömuleiðis deleringar dósents um kvótakerfið. Í auknum mæli varpa fréttamenn frá sér lágmarksskyldum í fréttagerð. Sérhagsmunir yfirtaka fréttaflutninginn.