Göngumannaskörð

Strandasýsla, Þjóðleiðir

Frá Bolungarvík á Hornströndum til Barðsvíkur á Hornströndum.

Útsýni er gott úr skarðinu. Þaðan sést vel að Hornbjargi og í forgrunni sjást handan Smiðjuvíkurháls grasi vaxnir og mýrlendir Almenningar.

Förum frá sæluhúsinu í Bolungarvík þvert norður yfir Bolungarvík að Seli. Þaðan norður um bratta og torsótta brekku upp á Bæjarhjalla og síðan norður á Selhjalla, sem sumir eru brattir. Við förum norður í Skarðsfjall upp í Göngumannaskörð í 350 metra hæð. Við förum um eystra og lægra skarðið. Þaðan strax bratt niður í Barðsvík. Þar er gistihús úti við sjó.

5,6 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta
Mjög bratt

Skálar:
Bolungarvík: N66 18.143 W22 14.147.
Barðsvík: N66 20.117 W22 14.000.

Nálægar leiðir: Bolungarvíkurbjarg, Bolungarvíkurheiði, Sópandi, Hornstrandir.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort