Nokkrir húseigendur í Fossvogi hafa lokað göngustígum til að stækka lóðir sínar og minnka umferð nálægt sér. Í lóðareglum eru kvaðir um, að þarna séu gönguleiðir almennings. Menn komast upp með að loka þessu eins og menn komast upp með aðra frekju. Sama er uppi á teningnum á Seltjarnarnesi. Þar á að vera greið leið um ströndina samkvæmt landslögum. Allt frá Suðurnesi inn í Fossvogsdal. Samt hafa húseigendur við Sæbraut lokað þessum aðgangi með því að reisa veggi í sjó fram. Aldrei hafa yfirvöld hreppsins amast við því. Þannig komast frekjudallar upp með að hrifsa til sín sameiginleg gæði.
