William Pfaff segir í International Herald Tribune, að ýmsir vinir Bandaríkjanna í Evrópu eigi erfitt með að átta sig á, að ekki séu lengur gömlu, góðu mennirnir við völd þar vestra. Nú séu komnir þar til valda menn, sem hafi þrönga og ofstækissýn á heiminn, sem enginn annar deili með þeim, ekki einu sinni Tony Blair í Bretlandi. Þegar menn hafi áttað sig á þessum umskiptum, muni það hafa langtímaáhrif á vestrænt samstarf.
