Góður Leirubakki

Ferðir, Veitingar

Leirubakki er vel sett hótel með veitingum nærri fjallvegum um Landmannaleið og Sprengisandsleið. Snyrtileg og einföld gistiherbergi hafa baðherbergi. Þráðlaust netsamband er í móttökusal og setustofu. Við veitingasal er róttækt hannaður sýningarsalur um Heklu, sem gnæfir yfir staðnum. Starfsfólk er afar þægilegt, sérstaklega í matsal og útreiðatúrum. Matur er óvenjulega góður í samanburði við veitingar á landsbyggðinni, frönsk súkkulaðiterta frábær. Verð of hátt eins og við er að búast til sveita og skýrist af of stuttri vertíð ferðaþjónustunnar. Kominn er tími til að létta krónunni af herðum almennings.