Góðar skoðanakannanir

Fjölmiðlun

Ég trúi niðurstöðum skoðanakannana Capacent-Gallup, Fréttablaðsins og MMR. Tel alls staðar vera góða vinnu að baki. Kannanir Fréttablaðsins og MMR eru meira spennandi en Capacent-Gallup. Sú síðastnefnda spyr jafnt og þétt yfir langt tímabil. Þar eru fréttirnar sumpart mánaðar gamlar. Hinar stofnanirnar ná betur í nýjar vendingar í pólitíkinni. Um leið kann þar að vera um að ræða sveiflur, sem koma og fara. Þannig að samtals koma allir þessir aðilar að gagni. Áður birtu hagsmunaaðilar útkomur í atkvæðagreiðslum, til dæmis á vinnustöðum. Það var til að blekkja kjósendur og er blessunarlega horfið í myrkur gleymskunnar.