Góð Von í Hafnarfirði

Veitingar

Frambærilegu veitingahúsin í Hafnarfirði eru orðin tvö. Auk Tilverunnar í miðbæ er komin Von við fiskihöfnina. Von er skemmtilegar hönnuð sem matarhús og með opið inn í eldhús. Bæði feta troðnar slóðir í matreiðslu. Tilveran með fleiri fisktegundir. Bæði hafa þau fisk dagsins. Á Von fékk ég léttsaltaðan þorsk og í annað skipti lauksteikta löngu, hvort um sig á 1900 krónur í hádegi, gott verð. Hvort tveggja var lítillega ofsteikt, en bara lítillega. Bergmál er á Von og hávær tónlist í samkeppni við skvaldrið. Mætti gjarna fá hljóðdempandi plötur í loftið. Fullt hús í hádeginu, mjög gott í miðri viku í 27.000 manna svefnbæ.