Góð gisting í 101

Ferðir

Þarf sjálfur ekki hótel í Reykjavík, en er stundum spurður um þau. Get ekki svarað af eigin reynslu, en nota reynslu notenda, sem lýsa hótelgistingu á ferðavefnum TripAdvisor. Miða þá eingöngu við hverfi 101, svo fólk þurfi ekki að nota bíla. Þeim, sem vilja B&B, bendi ég á Luna við Spítalastíg 1 í €140 flokknum og Bed and Books við Þjórsárgötu 3 í €100 flokknum. B&B eru oft notalegust. Vilji menn frekar gista á hóteli bendi ég á Reykjavik4you við Bergstaðastræti 12 í €140 flokkum og Castle House við Skálholtsstíg 2a í €100 flokknum. Þessir tveir verðflokkar skipta mestu, algengastir í Evrópu.