Glervörubúðin

Punktar

Í glervörubúðum gildir reglan, að viðskiptavinir, sem brjóta hlut, verða að borga hann: “Þú brauzt hann og þú átt hann.” Margir dálkahöfundar telja, síðast Naomi Klein í Guardian, að Bandaríkin hagi sér í Írak eins og drukkinn fíll í glervörubúð. Loftárásir hafi valdið rosatjóni og heil borg, Falluja, hafi verið jöfnuð við jörðu. Allt þetta tjón verði Bandaríkin sjálf að borga, en geti ekki leitað á náðir annarra vestrænna ríkja, þar á meðal ekki til Íslands og annarra stríðsfúsra ríkja. Í tíð Saddams Hussein ríkti friður í landinu, en nú eru 67% án vinnu í kaldakolinu.