Glámuheiði nyrðri

Frá botni Mjóafjarðar í Ísafjarðardjúpi til Dýrafjarðar.

Á Sturlungaöld var ekki jökull á Glámu frekar en í dag og því var leiðin um hana kölluð Glámuheiði. Þorvaldur Vatnsfirðingur fór 1213 norðan úr Ísafirði um Glámuheiði til Arnarfjarðar í aðför að Hrafni Sveinbjarnarsyni á Eyri. Þorvaldur sendi 1222 Hallbjörn Kalason út yfir Glámu á Sanda í Dýrafirði til Odds Álasonar til að hvetja hann til að letja Hrafnssyni til hefnda. Órækja Snorrason fór 1234 yfir Hestfjarðarheiði og Grunnvíkingar samtímis yfir Glámuheiði og fundust þeir í Arnarfirði innan við Eyri og fóru að Oddi Álasyni.

Byrjum í Heydal í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi. Þaðan fóru menn vestsuðvestur um Heydal og síðan vestur brekkuna fyrir vestan Skötufjarðargil. Síðan liggur leiðin beint vestur um Glámu. Förum norðan við Þingmannavatn og Sjónfríði. Þar liggur leiðin vestur og niður í Dýrafjörð meðfram Botnsá að Botni í Dýrafirði. Syðri leiðin um Glámu liggur úr botni Ísafjarðardjúps til Arnarfjarðar.

24,5 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Grafaskarð, Skötufjarðarheiði, Hestfjarðarheiði, Lambadalsskarð, Gljúfradalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins