Glæpaþjóð styður brennuvarga

Punktar

Sannleiksnefndin fræga samdi þykka skýrslu í sjö bindum. Sagði þar, að bófar og pólitíkusar bæru ábyrgð á hruninu. En glæpaþjóðin með gullfiskaminnið gleymdi Geir Haarde. Trúir jafnvel, að Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon hafi framleitt hrunið. Segist jafnvel ætla að kjósa hrunflokka aftur til valda. Því að reyndir brennuvargar séu betur en brunaliðið til þess fallnir að ráða ríkinu. Glæpaþjóð styður brennuvarga, sem gera hróp að brunaliðinu. Þeirri firru eykst fylgi meðal kjósenda, að vondir útlendingar hafi gert með sér samsæri um að setja Ísland á hausinn. Og Geir sé ofsóttur.