Glæpamenn gömlu bankanna

Punktar

Eva Joly telur afgerandi líklegt, að stjórnendur gömlu bankanna séu sekir um lögbrot. Hún bendir á atriði í gerðum þeirra, sem í öðrum löndum hafa farið saman við aðra glæpi. Hún telur líklegt, að svo sé einnig hér. Íslenzkir bankastjórar ýktu eignir banka og eigenda, bjuggu til lygavefi, stofnuðu illa lyktandi félög í skattaskjólum. Slíkt er ávísun á glæpahugsun. Hún treystir ekki íslenzkum rannsakendum, segir útlendinga hafa meiri reynslu af svona glæponum. Nýja ríkisstjórnin á að hlusta á þetta. Hún á að fá erlenda aðilda ótengda Íslandi til að stýra rannsókn á glæpamönnum gömlu bankanna.