Glaðheimar

Frá Kirkjufelli á Fjallabaksleið nyrðri um Glaðheima að Klappargili á Fjallabaksleið nyrðri.

Hliðarleið norðan aðalleiðarinnar á Fjallabaki nyrðra.

Byrjum á þjóðvegi F208 norðan við Kirkjufell á Fjallabaksleið nyrðri. Förum norðaustur utan í Stóra-Kýlingi og um fjallaskálann Höllina að Tungnaá. Beygjum síðan í austsuðaustur eftir línuvegi að Jökuldalakvísl. Síðan suðaustur um fjallaskálann í Glaðheimum norður og austur fyrir Réttarhnúk að þjóðvegi F208 vestan við Klappargil.

8,4 km
Rangárvallasýsla

Skálar:
Höllin: N63 59.892 W18 55.016.
Glaðheimar: N63 59.084 W18 49.978.
Glaðheimar eldri: N63 59.122 W18 50.050.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Fjallabak nyrðra, Landmannaleið.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort