Gjaldþrot Íslands

Punktar

Komið er í ljós, að síðasti IceSave samningurinn hefði betur verið látinn standa. Eftirlitsstofnun Evrópska efnahagssvæðisins hefur kært Ísland fyrir dómstóli samtakanna. Falli dómurinn Íslandi í óhag, verður öll upphæðin gjaldfelld sama dag. Hún tutlast þá ekki út frá slitastjórn Landsbankans á löngu árabili. Ísland hefur ekki fé til að greiða og verður því gjaldþrota samkvæmt skilningi umheimsins. Þá loksins verður hið raunverulega hrun. Litlar líkur eru á, að málið vinnist, engin von jákvæðra pappíra frá aðilum, sem tengjast málinu. Svo látum við þá borga, sem felldu IceSave samninginn.