Gjáin mikla

Punktar

New York Times benti í gær á, að fjölmennustu mótmælagöngur laugardagsins gegn fyrirhuguðu stríði við Írak voru í Bretlandi, Spáni og Ítalíu, einmitt þeim löndum, þar sem ráðamenn hafa stutt stefnu George W. Bush Bandaríkjaforseta. Skoðanakannanir sýna, að 80% íbúa þessara landa eru andvíg stefnunni. Stóra gjáin í klofningi Evrópu er því ekki gjáin milli ríkisstjórna í Evrópu, heldur gjáin milli almennings í öllum löndum Evrópu annars vegar og nokkurra ríkisstjórna í Evrópu hins vegar. Blaðið telur, að mótmæli laugardagsins hafi magnað evrópska andstöðu við fyrirhugaða styrjöld.