Gjáin hefur breikkað

Punktar

Girðing löggunnar um alþingi er komin út á miðjan Austurvöll. Líklega á að hindra, að þingmenn verði grýttir. Auðvitað þurfa þeir að halda heilsu. En þetta segir langa sögu í einni málsgrein: Gjáin milli þings og þjóðar hefur breikkað. Kominn er meirihluti, sem eingöngu þjónar hagsmunum hinna ríkustu. Auðlindarentan var lækkuð og auðlegðarskatturinn lagður niður. Á sama tíma riðar Landspítalinn til falls. Ráðherrar stritast við að felast bakvið ný orð: Orðið Hagræðing kemur í stað orðsins Niðurskurður. Og svo framvegis. Kjósendur hafa fíflast til að velja sér vellygna fulltrúa, sem svíkja þá.