“Það eru engar forsendur fyrir því að afskrifa þetta lán … Skilanefndin hefur ekkert leyfi til að afskrifa þetta lán fyrr en eftir árangurslaust fjárnám og aðrar fullnustuaðgerðir.” Þetta segir Vilhjálmur Bjarnason, helzti siðapredikari fjármálaheimsins. Hann er að tala um sex milljarða lán Björgólfsfeðga í Kaupþingi. Skilanefnd Kaupþings hefur stundað ýmsa vafasama gerninga, enda er þar kúlulánafólkið enn við völd. Engin illvirki hennar komast þó í hálfkvisti við þessa rugluðu hugmynd hennar: Að ræða um að gefa Björgólfsfeðgum þrjá milljarða króna framhjá fjárnámi og fullnustuaðgerðum.
