Gissur til vandræða

Punktar

Gissur Pétursson er einn af hundruðum framsóknarkvígilda, sem hefur fengið embætti út á flokkinn. Hann er forstjóri Vinnumálastofnunar og passar, að stéttarfélög komist ekki upp með að reyna að troða sínu liði í vinnu við Kárahnjúka í staðinn fyrir Pólverja, Portúgala og Kínverja. Þess á milli reynir hann að hindra veitingahús af erlendum uppruna í að ráða kokka að heiman til að bjóða ekta matreiðslu. Til dæmis reynir hann að koma íslenzkum kokkum að á Kínahúsum. Þannig reynir hann að hindra viðskiptavinina í að fá ekta mat. Gissur þessi er hvarvetna til vandræða. Það á að reka hann.