Gildi næringarfræði

Megrun

Þótt næringarfræðin sé takmörkuð, er hún nauðsynleg öllum þeim, sem þjakaðir eru of ofáti. Hún segir, hversu mikið þú þarft að borða til að halda jöfnu í þyngd og hversu mikið þér sé óhætt að fara niður úr því magni. Hún segir þér líka, hvaða mataræði sé heilsusamlegt og hversu fjölbreytt það eigi að vera. Vísindi næringarfræðinnar geta sagt þér, að flestir matarkúrar brjóta lögmál góðrar heilsu. Takmörk næringarfræði felast síðan í, að hún á erfitt með að viðurkenna fæðu sem fíkniefni, til dæmis sykur. Að hún á stirt með að skilja fíknina. Skynjar ekki þátt hennar í vanda fólks við að fara eftir fræðunum.