Í auknum mæli leggur ríkisstjórnin fram óskamál sín nokkrum vikum og dögum fyrir þinghlé og þinglok og reynir síðan að berja þau í gegn með offorsi gegn ræðugleði stjórnarandstæðinga. Vatnsréttur og fjölmiðlar eru frægustu dæmi vetrarins um þessa vanstjórn. Ráðherrar verða að gefa málum sínum svigrúm til að þau nái fram að ganga á eðlilegan hátt. Það er ekki vitræn stjórnsýsla að vera með allt niður um sig langt á eftir áætlun. Getuleysið er höfuðeinkenni þessarar þreyttu ríkisstjórnar, sem ætti fyrir löngu að vera farin frá völdum.
